Ég hugsa heim

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: J. Helgason/Jón Sigurðsson

Ég hugsa heim
þegar sól á himni hlær
meðan mildur sunnan blær
strýkur viðmjúkt vanga minn.

Ég hugsa heim
er ég dvel þér löngum frá
bak við fjöllin fagurblá
einn í útlegð una má.

Ég hugsa heim
yfir iðagræna grund, yfir roðagullinn sæ
svífur mynd þín sí og æ.
Ég hugsa heim
og ég gleymi stað og stund
aðeins von um endurfund
er það eina sem ég á.

Ég hugsa heim
þó að draumar geti ei grætt
eða allt það aftur bætt
sem ég eitt sinn gerði þér.

Ég hugsa heim
og ég ennþá trúi því
að ég hitti þig á ný
þú ert allt sem treysti´ ég á.

Ég hugsa heim…