Ég elska þig

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jón Sigurðsson

Manstu er þú kysstir mig og hvað þú sagðir?
Kysstir mig og arma þína um háls mér lagðir.
Sagðir ég ætti þig einn
alveg einn og ég trúði þér.

Hefur eitthvað breyst síðan við seinast fundumst?
Hversvegna er fækkað okkar unaðsstundum?
Ert þú enn sú sama sem var
alein varst innst í huga mér
og hjarta mér.

Ef ég hefi eitthvað af mér brotið,
eitthvað gert á hluta þinn,
viltu ekki segja mér það vina
þá vita skaltu huga minn.

Veistu hvað er erfitt svona einn að bíða?
Aldrei fannst mér nóttin svona lengi að líða.
Þú veist ég vil hitta þig
aðeins þig því ég þrái þig
og elska þig.