Ég ann þér

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Ég ann þér alla tíð
um eilífð ár og síð
ég lít í augun blá
og sé þar blika tár
þú ert mér allt sem er
um ævi langa.

Ég lífi mínu kýs
að eyða einn með þér
og ást mín aldrei dvín
sem perla skært hún skín
og allt sem lífið gaf
ég óska þér í hag.

Ég ann þér heitt um dökkar nætur
ann þér einn og regnið grætur
ann þér trúr um eilífð alla
heyrirðu´ ekki í mér kalla
ann þér innst við hjartarætur
ann þér heitt og regnið grætur
sú er helsta þráin mín
að dvelja þar sem sólin skín.

Og lífið hefur tilgang
og tilgangurinn trú
og allt sem fagurt er
ég bið að hlotnist þér
í gleði sem í sorg
þér friður fylgi.

Þú ert mér allt sem er
ég aldrei frá þér fer
og ást mín aldrei dvín
sem perla skært hún skín
og allt sem lífið gaf
ég óska þér í hag.