Eftir storminn

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Ég sit einn við gluggann
og hugsa til þín
á rúðuna regndropar falla
Er ástin svo hverful
og duttlungafull?
Í nóttina nafn þitt ég kalla

Því ást mín til þín
eins og sólin sem skín
og sem eldur í arni hún brennur
Ó komdu til mín
meðan vindurinn hvín
og svo elskumst við eftir storminn

Hver dagur sem líður
hver alda sem rís
er eilífð svo lengi að líða
Í nótt mun ég koma
er sefur þú vært
og vefja þig örmum að nýju

Því ást mín til þín…
Því kem ég til þín
meðan vindurinn hvín
og svo elskumst við eftir storminn