Ég sigli einn á bréfbáti
úthafsöldum á
stefni undir regnbogann
þar ég vini á
Langt í fjarska heyra má
hafmeyjanna söng
ég veit þær vilja vernda mig
því leið mín verður löng
Svo undarlega kennd í brjósti ber
ég vil ekki fara frá þér
ég vil halda fast en sleppa samt
vil öðlast ekkert og allt
Alda há rís og sest…
Ég bið að sólin skíni á mín mið
bið ég fái hagstæðan byr
ég heyri´ ei lengur hafmeyjanna söng
vona´ að leið mín verði´ ei of ströng
Nú er úfinn sær
háar öldur brotna
bát minn ber af leið
ég hef enga stjórn ei meir
vindinn herðir enn
og ég sé vart til sólar
á ég ennþá von
kemst ég undir regnbogann…