Austur fyrir fjall

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson/Haukar

Svona nú
allir í austur,
he, he, he, he…

Sett´ á þig ranann og reynd´ að finna þig skýrt
skrúfaðu fyrir kranann, því rafmagnið er dýrt.
Og ef þú ert klesstur eða klumpinn í gegn,
skaltu geyspa í vestur, eins og lasinn þegn.

Við skulum þeysa í austur, það er ball í kvöld
sá sem er nógu hraustur skilur það.
Já, við þeysum í austur þurfum alls engin tjöld.
Viltu ganga í klaustur eða hvað?

Hvort sem það er Hella, Árnes eða Hvoll,
mig hrjáir dansleikjadella
sem setur að mér hroll.
Æ kýldu á það með mér, á fullorðins Hauka-hátíð
það má alltaf þeysa, á eina auka hátíð.

Við geyspum í austur höldum túrnum í takt.
Já, við þeysum beint austur fyrir fjall.
Æ vertu ekki í framan, eins og við þig sé sagt:
„Reyndu að standa þig eins og milljón kall“.

Ég elti hauka á Hellu því mér finnst hljómsveitin fær.
Ég er með dansleikjadellu loðna bringu og tær.
Æ, sett´ á þig ranann og reynd´ að finna þig rétt.
Skrúfaðu fyrir kranann já – það var létt.