Ástin mín ein

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Hallgrímur Helgason

Þú komst eins og kærleikans blær
og kysstir mig, ástin mín ein.
Þú varst hjartað sem slær á þjáningar þær
sem þekkti ég saklaus og hreinn.
Þá varstu ástin mín ein.

En í hjarta mér vaknaði vá:
Ég var ekki ástin þín ein.
Hve sárt er að flá sína fegurstu þrá.
Ég féll eins og laufblað af grein
er kvaddir þú, ástin mín ein.

Allt er svo gott og allt er svo bjart.
Allt er nú hvítt sem áður var svart.
Framtíðin grefur fortíðar mein.
Ég fylgi þér, ástin mín ein.

Dapurt var daganna stef
uns dag einn er vorsólin skein
á skjánum var bréf og þú skrifaðir “ef
ástin er ekki of sein
vertu þá ástin mín ein.”

Allt er svo gott og allt er svo bjart.
Allt er nú hvítt sem áður var svart.
Framtíðin grefur fortíðar mein.
Ég fylgi þér, ástin mín ein.