(Ást)Fanginn

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Hér sit ég einn og hugsa til þín,
saknarðu mín, bíðurðu mín?
Ég veit ei hve lengi ég hef,
dvalið þér burtu frá.

Í dimmum klefa kaldur og sár,
una ég má, um ókomin ár.
En aldrei gleymi ég þér,
þú ert mín eina ást.

Á meðan þú bíður í húsinu heima,
þá hugsa ég til þín og læt hugann sveima.
En kannski á morgun mitt hjarta af sorgum,
mun hætta að slá.

Nú nóttin bak við rimlana býr,
koldimmri hönd, að mér hún snýr.
Þá bið ég algóðan Guð,
að vaka yfir þér.

Á meðan þú sefur í húsinu heima,
á svæflinum kúrir og lætur þig dreyma.
Við brátt munum saman í draumheimum dvelja,
uns birtir á ný.