Ástarsorg

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Birgir Svan Símonarson

Ég mun aldrei elska neinn
nema þig, einan þig.
Hlustaðu á orð mín nú,
þú mátt ekki neita mér,
því líf mitt gæti legið við,
þú skilur, þolir enga bið,
ljá þú mér eyra nú.

Ást, alla mína daga
víst er það lífsins saga
án þín ég visna bara upp og dey,
alla mína daga
þessi er mín saga,
ég bið þig um að trúa´ og treysta mér.

Úh, sé satt þú elskir aðra mey
ég beygi mig, og segi þér
að innan í mér eitthvað deyr.

En aldrei skal ég koma upp á milli
ef þú opnar þig
og segir mér sannleikann.

Hann, hann hættur er að hringja.
Sumarfugl að syngja.
En ég færi bara ekki neitt,
ligg og læt mig dreyma,
minningarnar streyma
stöðugt fram í þreyttum huga mér.

Úh, hér heima´ er engan frið að fá
bankað dyrnar á
en ég neita því að opna þær,
ég ætla´ að reyna´ að skrifa þér
lítið ástarljóð og segja:
“Einan ég elska þig.”