Ástarsæla

Songwriter: Gunnar Þórðarson

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Leggð´ aftur augun þín skær
ástin mín dagur er fjær.
Svo vil ég vaka þér hjá;
vernda þig – ef að ég má.

Er ég horf´ á þig hitnar mín sál.
Hverfur orð get´ ei túlkað mitt mál.
Og er sefurðu sætt mun ég vak´ yfir þér.
Sæll af ást ég er.

Sefur þú nú, sætt og rótt,
sveipuð í rökkri og yl.
Hvíldu hjá mér. Allt er hljótt.
Himneskt er að vera til.

Sólin er sest. Það er nótt.
Sefur þú nú sætt og rótt.
fegurð þín færir mér yl.
Gott finnst mér að vera til.

Litlum kossi ég lauslega stel
(lítinn þjófnað ég kossinn þann tel)
og er sefur þú sætt mun ég vak´ yfir þér.
Sæll af ást ég er.

Sefur þú nú, sætt og rótt…

Aftur er augun þín skær
opnast, þá verð ég þér nær.
Vernda þig áfram ég vil,
veita þér sælu og yl.

Öðrum kossi þá aftur ég stel.
Aðeins þér alla ást mína fel
– og að síðustu ást mína segi ég þér.
– Sæll af ást ég er.