Ákallið

Songwriter: Gunnar Þórðarson

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Dimm ský, dauf sól,
dökk jörð, rauð jól.
Í sudd´ og hríð;
söluhátíð.

Ég fer og eyði fé í gjafastúss
og fylli hjartað ró.
Svo rignir gjöfum yfir mig
en mér finnst um og ó
og ég hrópa – hrópa:
„Guð minn, hvenær verður komið nóg?“

Blá ský, bleik sól,
blíð tíð, hvít jól.
Um ár og síð;
sigurhátíð.

Er þessi hátíð ljóss og friðarins
kannsk´ aðeins stundarhlé
frá óeirðum og illdeilum sem alltaf er´ að ske?
Og ég hrópa – hrópa:
„Hvers vegn´ ætli þetta svona sé?“

Það fær ei nokkur meir´ af heiminum
en hugur rúmað fær.
Þótt safnirð´ auð´ og allsnægtum
er sál þín engu nær
og ég hrópa – hrópa:
„Hvað er það sem rykj´ í augun slær?“
Hrópa – hrópa:
„Er´ ekki allir menn að sönnu bræður?“
Hrópa – hrópa:
„Hvenær gróa sárin frá í gær?“
Hrópa – hrópa:
„Guð minn, þú sem öllu lífi ræður,
heyr mig hrópa – hrópa:
„Hví er ei hver dagur okkur kær?“