Aðfangadagskvöld

Songwriter: Gunnar Þórðarson

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Eitt sinn voru mjög fátæk hjón
tvö að ferðast dag og nótt
uns þau komu í litla borg
en konan var með sótt
það var skemmtun borginni´ í
enginn mátti vera´ að því
að hjálpa þeim sem þurftu
og allsstaðar var sama svar
snautið í burtu

Það var Aðfangadagskvöld
fyrsta Aðfangadagskvöld að jólahátíðinni
þetta Aðfangadagskvöld
fyrsta Aðfangadagskvöld
er enn barnahátíðin mest
la la la la barnahátíðin best

Gistihúsið var yfirfullt
það var orðið áliðið
loksins fundu þau fjárhús eitt
þau þoldu ei lengri bið
og þau komust þangað inn
konan var aðframkominn
það skyldi ungbarn fæðast
en hlýtt var þar hún fann þar var
ei neitt að hræðast

Síðar fæddi hún fagran son
og í jötu lagði hann
allt varð undarlegt kringum þau
ný stjarna á himnum brann
og smám saman myrkrið fór
en þá birtist englakór
sem knékraup barninu´ ungu
og allsstaðar svo heiðbjart var
englarnir sungu

Það var himnesk englafjöld
yfir Aðfangadagskvöld ný hátíð var upp runnin
það var komin jólanótt
síðan er hver jólanótt
ennþá barnahátíðin mest
la la la la barnahátíðin best