Á Hundagötu hundrað

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Á Hundagötu hundrað
var Hannes Jónsson bakari.
Í sama svarta húsi
var Sigurliði rakari.

Með gleraugu úti í garði
var Gunnar ýsuflakari
og uppi í einu trénu
sat ótrúlegur kvakari
en alveg úti í horni
stóð aðvífandi takari.

Og bakarinn fór að baka
og rakarinn að raka
og flakarinn að flaka
og kvakarinn að kvaka
og takarinn að taka
myndir af þessu öllu