Lengi hef ég reynt að ná þér
síðan þú fórst burtu frá mér
hvert um heiminn sem þú þeytist
þig ég elti og reyni að ná í þig
Komdu aftur
komdu aftur til mín…
Oft ég reynt hef þér að gleyma
ei það gengur ég vil þig eina
þú ert stúlkan sem ég þrái
svo heitt þig elska svo sárt ég sakna þín
Komdu aftur
komdu aftur til mín…
Komdu heim ég sakna þín
komdu heim og vertu mín
komdu heim og gef mér ást þína í nótt
komdu heim og gefðu mér
alla ást í brjósti þér
komdu heim og leyf mér
að vefja þig örmum mínum