Suðræn ást
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Þorsteinn Eggertsson
Þegar bleikur máninn fer að skína
komdu út í gluggann þinn – í kvöld
ég veit þú bíður mín, ég veit þú bíður mín.
Og ég syng þér söngva mína
uns grætur gítarinn – í kvöld
ég veit þú bíður mín, ég veit þú bíður mín.
Finndu hvernig jörðin angar
og finndu hlýjuna – í kvöld
ég veit þú bíður mín, ég veit þú bíður mín.
Umm, ég syng þér tangó, tangó
umm, ég leik þér cha cha cha – í kvöld
ég veit þú bíður mín, ég veit þú bíður mín.
Ókunn sæla um mig fer
reyndu´ að nema mig á braut
og ég flý með þér.
Ef ég fæ þig ungan svein
þá ég vildi´ í grænni laut
vera með þér ein.
Komdu með,
þessi nótt er svo heit.
Komdu með,
finnum fljótt fagran reit.
Komdu nú fljótt
förum í nótt
eitthvað langt í burt,
óralangt í burt.
Komdu nú fljótt,
förum í nótt.
Úhú, þú veist það er nú eða´ aldrei
og ég veit þú bíður mín ein, oh, þú bíður mín ein,
vertu alltaf hjá mér,
ég fer ei frá þér.
Aah, þú bíður mín ein, bíður mín ein,
vertu mín ævilöng suðræna´ ást.
Úh, þú bíður mín enn, bíður mín enn,
og núna kem ég til þín
síðan förum við senn.
Aah, þú bíður mín enn, bíður mín enn,
vertu mín ævilöng suðræna´ ást…