Vorið vill ekki koma

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Vorið vill ekki koma
því veturinn hamast enn
og bítur með bitru frosti
bæði dýr og menn.

Sumarið sefur á meðan
og safnar birtu og yl
uns vor og vetur gera
verkefnum sínum skil.

En stundum vill á því standa
að starfið verði laust.
Sumarið bíður og bíður
og bíður fram á haust.