Lyricist: Hoffmann von Fallersleben/Þýð. Fr. Friðriksson
Vertu´ ei kvíðinn, vonin rætist,
veiklast ei við sorgar-ský.
Vel úr öllum vanda bætist:
Vorið kemur blítt á ný.
Spyrja ef viltu vindinn þýða,
veðrin mild og sunnan ský,
svarið mun þér veitast víða:
Vorið kemur blítt á ný.
Lækir tærir líða´ úr fjöllum,
lifna blómin dölum í.
Fuglar kvaka víða´ á völlum:
Vorið kemur blítt á ný.
Vel úr öllum vanda bætist,
veiklast ei við sorgarský.
Vertu´ ei kvíðinn, vonin rætist:
Vorið kemur blítt á ný.
Röðull skín og rósir anga,
Roði gyllir aftanský.
Hljómar þá um víða vanga:
Vorið kemur blítt á ný.
Sjá, það yfir álfur brunar
Eins og hetja´ í styrjargný;
víða þá um veröld dunar:
Vor er komið blítt á ný.