Oft einn ég sit og hugsa´ á kvöldin
hvort líf sé eftir ævidag
og fyrr en svefninn tekur völdin
mig tekur strax að dreyma það.
Og þá þú kemur til mín,
ég sé þig brosa til mín
trúðu mér ég elska þig.
Er úti næða dimmar nætur
og vindar gnauða gluggum í
þá einatt unga barnið grætur
þú fyllir pela þess á ný.
Og þá það brosir til þín,
það veit þú kemur til sín
trúir þér og treystir þér.
Nú úti næðir napur vetur
og sára sjaldan sólin skín
þá klæðir hver sig bezt hann getur
unz vorið kemur vízt á ný.
Og þá þú kemur til mín
ég sé þig brosa til mín,
trúðu mér ég elska þig.