Í fínu formi ásamt þér
á fleygiferð eftir brautinni.
Í góðum gír og syng með mér
geysist í átt að lautinni.
Um loftin blá – mér líður vel
því Bláa lónið frábært tel.
Tvöföldum Reykjanesbraut
það tryggir traustari og betri ferð.
Tvöföldum Reykjanesbraut
trúin hún flytur fjöll og ég veit.
Í frábærum fíling með litrík blóm
með farangur í stöðinni.
Á góðum dekkjum og gúmmískóm
geisla af hugmynd í sólinni.
Út landganginn ég held af stað
er aðeins léttur og hvað með það.
Tvöföldum Reykjanesbraut…
Nýlentur er frá New York borg
með nýar myndir og funheitt blóð
alls engin sút – engin sorg
er enda kominn á heimaslóð.
Og út á braut ég bruna hress
blásvalur eins og súperfress.