Systkynið

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Myrkra fer um himininn
máninn skín á skjá
farðu´ að sofa sonur minn
ég skal sitja þér hjá.

Mamma fór í burt í gær
mamma var svo veik
bráðum lítið barn hún fær
þú færð systkyn í leik.

Systur eða bróður
mamma bráðum færir þér
vertu nú góður
mömmu við, systkynið lítið er.

Mamma fór í burt í gær
en hún kemur brátt
brosir hún af gleði skær
með nýja barnið smátt.

Kannski´ á morgun kemur hún
og við kætumst þá
og ég veit það lyftist brún
barnið við að sjá.

Systur eða bróður…