Syngdu söng

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Syngdu söng,
sumardægrin löng er sólin skín
og allt er í blóma
þá syngdu söng.

Syngdu söng,
þegar fuglar svífa´ um loftin blá
svífa vængjum þöndum
þá syngdu söng.

En hafðu´ ekki hátt þá sezt er sól
því álfar og tröll
stíga dans um dal og hól.

Er birtir á ný
þá er allt sem áður var
allt er svo bjart
þá syngdu söng.