Sundur og saman

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Hrærivélin hrærir
í hjarta mínu strengi.
Hún hrærir bara og hrærir
og hefur gert það lengi.

Ekkert líkvið erum
en hvað það er skrýtið:
Þótt ólíkt allt við gerum
við elskumst meira en lítið.

Ég gátur heimsins greini
og grisja lífsins undur,
í ró og þögn ég reyni
að rekja þræði sundur.

En fátt er hún víst fróð um
og finnst það langmest gaman
með hamagangi og hljóðum
að hræra öllu saman.