Starandi stjörnur

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján Hreinsson

Ljósin á ströndu loga nú
Og lífið þýtur hjá
Í kyrrð og friði kemur þú
Kveikir í brjósti þrá

Stjörnur á himni stara´á þig
Stara í augun þín
Í fjörunni þú faðmar mig
Fegursta ástin mín

Stjarnan þín mun stöðugt loga
Stjarnan bjarta hún mun alltaf í þig toga
Stjarnan lýsir vík og voga
Vertu hjá mér þegar allt er hljótt
Við eigum þessa nótt

Lífið er eins og eldurinn
Og eilíft ljósið skín
Láttu þig falla´ í faðminn minn
Fegursta ástin mín

Í kyrrð og friði kemur þú
Kveikir í brjósti þrá
Ljósin við hafið loga nú
Lífið það þýtur hjá