Sonur

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Sonur, þú veist ég elska þig
sonur, af öllu hjarta bið
um framtíð bjarta.

Sonur, þú ert í huga mér
sonur, mitt hjarta slær með þér
þú ert minn engill.

Ég held í þína hönd
við könnum ókunn lönd
við eigum þennan tíma
hér á jörð.

Sonur, þú veist ég stend með þér
sonur, ég bið þú treystir mér
ég vil þig vernda.

Sonur, mitt líf er bundið þér
sonur, ég aldrei frá þér fer
ást mín er eilíf.

Ég held í þína hönd…

Ekkert getur breytt ást minni til þín…