Sól mín og sumar
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Hvar sem, er hvert sem að ég fer
lífið hefur tilgang, lífið hefur trú.
Allt sem er, kemur eða fer
hefur æ sinn tilgang,
í sér von og trú.
Ástin er, ævintýr með þér
og ég vil því trúa, þú ert stúlkan mín.
Lífið er, ævintýr með þér
og þú mátt því trúa,
aldrei frá þér fer.
Ég veit að leiðin liggur greið til þín,
vina minna vona,
þú ert stúlkan mín.
Í gleði syng ég þennan söng með þér,
sólin er að koma,
svífur inn til mín,
inn um gluggann skín.
Sól mín og sumar,
æ, vertu sól mín og sumar.
Sól mín og sumar,
sól mín og sumar,
sól, sól.
Ástarbál, býr í minni sál
og ég vil þinn vera, vinur alla tíð.
Lífið er, hamingja með þér
og þú mátt því trúa,
aldrei frá þér fer.
Ég veit að leiðin liggur greið til þín…
Sól mín og sumar…
Ég sit og hugsa til þín,
ég elska þig og þrái þig.
Ég sit og hugsa upphátt til þín,
ég sakna þín,
ó, ástin mín.