Sögull og Þögull

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Sögull og Þögull sátu
sunnan undir vegg,
kaldar kleinur átu,
kál og soðin egg.

Og fjölmargt Sögull sagði
um soðin egg og kál,
en alltaf Þögull þagði
um þessi sömu mál.

Uns reiður sagði Sögull:
– Þitt sálarlíf er hrumt.
– Þegiðu, svarar Þögull,
og það var allt og sumt.