Skilaboð

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Ég skilaboð vil færa þér frá honum sjálfum.
Sem jólin eru tileinkuð í öllum álfum.
Hann birtist mér einn dapran dag
er ég var niðurdreginn.
Hann huggaði lífsneista minn
mátt minn og megin.

Þá sagði hann:
Þessi litla norðurþjóð.
Friðsæl og í anda góð.
Undirbúin er til þess
að taka við mér.
Bráðum sný ég aftur til
jarðarinnar og ég vil
eiga æsku þessa lands.
Hafa hana við hlið mér.

Heimurinn er orðinn stór
og eina von mannsins
er sú að ég birtist í ungmennum landsins.
Þessvegna kem ég ekki einn
er ég sný aftur.
Þið verðið öll hluti af mér.
Minn styrkur og kraftur.

Svo sagði hann…