Pósturinn í Vikunni
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Ég sit í rúminu og reyni´ að sofna
í húminu ég andvaka er
og það er ást sem rænir frá mér svefni
sofnað ekki ég fæ.
Hann heitir Eyjólfur sá dáði drengur
sætastur í skólanum er
og ég vil hann get ekki beðið lengur
einan elska ég hann.
Já allar stelpurnar í bekknum mínum
skotnar eru Eyjólfi í
þær vilja hann og vilja engan annan
fyrir sinn eiginmann.
Því er ég andvaka af ástum til þín,
Eyjólfur ég vil verða kærastan þín
já ég er andvaka af ástum til þín
viltu verða hamingjan mín?
Oft hef ég pælt í því að reyna´ að hringja
heim til hans og breyta um rödd
en skortir kjark ég bara þori ekki
að koma boðum til hans.
Og þó ég fegin vildi dansa við hann
öllum skólaböllunum á
þá er það svo að alltaf yfirbugar
árans feimnin mig þá.
Já þetta´ er svart og slæmt að vera svona
kæri Póstur hjálpaðu mér
hvað skal til bragðs?
Ei þetta gengur lengur
sofnað ekki ég fæ.
Því ég er andvaka af ástum til þín…