Okkar á milli

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Hrafn Gunnlaugsson

Okkar á milli eru ókleif fjöll
og alltof mörg orð
til að segja eitthvað.

Okkar á milli eru milljón orð
og minningar sem leggja á flótta.

Okkar á milli eru ókleif fjöll
milljón ljósár
og andardráttur á gleri.

Okkar á milli er andardráttur á gleri
og fjöll sem leggja á flótta.