Martröð

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Vilhjálmur Vilhjálmsson

Upp úr martröð óðri hrekk ég. Æstur fram úr rúmi stekk ég.
Hvað var það, sem hvekkti núna, kvaldar taugar, hugann fúna?
Aftur sezt ég upp í rúmið, örmagna og rýni í húmið.
Nóttin gegn um nístir bein – heyrist vein? Hræðslukvein?

Hrekk ég við með hrolli og svima; hreyfing er í dimmum kima.
Er það rétt, sem augun tjá mér, eða bara missýn hjá mér?
Skyldi vera illur andi, sem ásækir mig hér í landi?
Myrkravöldin merja bein – magnast vein, aftur vein.
Hver er það, sem heyrir kvein? Nóttin ein, nóttin ein.

Þei, var þetta þrusk við skjáinn? Þokumóða, einhver dáinn?
Er það ég, sem á að deyja? Aleinn, á svo mig að heygja
einhversstaðar undir grjóti, eða gera mig að sóti?
Dufti, sem er dreift í vindinn? Djöflast á mér erfðasyndin,
að égskyldi ekki reynast eins og ljósið, sem er hreinast?
Bera stoltur banamein? – Baul og vein. Lausnarstein
ég leggja vildi á lúin bein. Ljókka vein. Ljókka vein.

Er það satt, að einhver segði, að eftir að maður laup upp legði
vöknuðu allir við þá klígju að vera að byrja líf að nýju?
Trúin þessi tjáir segja: Það tekur því bara ekki að deyja,
ef ég fæ ekki einu sinni öðlast frið í kistu minni.
Uglur væla úti á grein. Eymdarvein. Ráðvillt vein.