Lofnar-blóm

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: R. Pilet/Einar Ben

Ljúfa Lofnarrós, legg þitt hjarta
unga, bjarta, opið dags í ljós.
Hvort þú elskar, áttu´ að segja,
en svo verður þú að deyja,
dómi lífsins höfuð hneigja.

Ráð þér
bana með eldi ástar, sem þú ber,
bara með því að sjá, hvað ástin er.
Blómsál, búðu þér
bana um leið þú sérð, hvað ástin er.

Hreina, bjarta blóm míns hjarta,
átt þú svar til, sem ég óska´ og vil?
Þá skal ég af gleði gráta,
fleygja tening, brenna báta.
En, ef þú vilt ekki játa,
skal ég okkur til bana bæði gráta,
böl skal ég okkur báðum gráta,
búa sama veg.
Við skulum saman lífið láta.