Ljósmynd

Songwriter: Egill Eðvarðsson

Lyricist: Egill Eðvarðsson

Í morgun varstu ljósmynd
ég læddist inn til þín
úr lynginu steig ilmur, þú varst nakin
Í morgun varstu ljósmynd
ég snart þig gegnum glerið
og snöggvast fann ég,
nei, það gat ekki verið
að þú værir ekki hér
að varir þínar kyssti annar maður
þú sagðist aldrei aldrei ætla´ að yfirgefa mig
eitt augnablik er þögnin hljóður grátur

Í morgun varstu sendibréf
þú sagðist vera farin
hvít sængurfötin geyma angan þína
Í morgun varstu lítið barn
sem langar til að vita
hve lengi þarf að bíða þess að,
bíða þess að aftur komi sólskinið í gluggann
að aftur sigli ofurlítil duggann

Í morgun varstu myrkrið
ég mætti þér á götu
maðurinn á kjólfötum, þú nakin
Á morgun ertu ímynd ein
á undurbleikum kjól
í arninum hlær bros þitt, hjartað grætur
þú værir ekki hér
að varir þínar kyssti annar maður
ég veit þú kemur aftur til mín, elsku stelpan mín
eitt augnablik er þögnin hljóður grátur

Að þú værir ekki hér
að varir þínar kyssti annar maður
ég veit þú kemur aldrei aftur, elsku stelpan mín
að dagurinn á morgun var í gær