Ég kann ekki við Karitas
hún kemur öllu bara í þras
og engu skárri er Ingibjörg
þó ítölsk lög hún syngi mörg
þaðan af síður Súsanna
með súru mjólkur brúsana
eða hún dökka Díana
sem daðraði við Svíana
né meinhornið hún María
sú meri er algjör paría.
Ég reyni ekki við Ragnheiði
sem rammvilltist á Gagnheiði
né gisti ég hjá Gunnhildi
sem gaf mér eintóm þunnildi.
Sem konu ég mér Kötu vel
hún kann að elda skötusel.