Karen, Karen,
þér heiti ég því
að vori verðum við senn
saman á ný.
Ég man fuglanna klið,
öldunnar nið, drifhvíta strönd,
heitan andardrátt,
þinn hjartaslátt og mjúka hönd.
Augun sem ég leit
seiðandi og heit
gáfu fögur fyrirheit.
Karen, Karen,
ef bíður þú mín
og ef þú elskar mig enn
kem ég til þín
Ég man um sumarnótt
er allt var hljótt og þú mér hjá.
Augna þinna glóð,
ólgandi blóð, brennheita þrá.
Örvandi sem vín,
ástaratlot þín
ég man þegar þú varst mín.
Karen, Karen,
þér heiti ég því
að vori verðum við senn
saman á ný.
Karen, Karen,
ef bíður þú mín
og ef þú elskar mig enn
kem ég til þín.
elskaði ég þig. (instrumental)
Karen, karen
ef bíður þú mín
og ef þú elskar mig enn –
kem ég til þín.