Jólasveinn

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Stikar í snjónum jólasveinn
á ferð um miðja nótt,
gengur í hús með gjafir
meðan börnin sofa rótt.

Jólasveinn, kæri jólasveinn,
góði jólasveinn, gleymdu´ ei mér.
Jólasveinn, kæri jólasveinn,
góði jólasveinn, ég bíð eftir þér.

Alltaf á jólum jólasveinn
vill gleðja börnin smá,
lætur þá gjarnan gott í skóinn
góðum börnum hjá.

Jólasveinn…

Í pokanum hefur hann ótal gjafir
að gefa góðum börnum í nótt.
Á meðan þau sofa hann læðist inn
og laumar litlum pakka í skó.