Jói Járnsmiður

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Þið þekkið eflaust öll hann Jóa járnsmið
hann vinnur inn í Reykjavíkurslipp
hann fer þangað á hverjum morgni
með kaffibrúsann sinn
kökusneið og heimabakað brauð.

Hann vinnur þar uns sólin sezt á kvöldin
fer aftur þegar dagur rís á ný
hann er allra besta skinn
hann er járnsmiðurinn minn
hann Jói, Jói járnsmiður.

Hann vinnur við að smíða´ og skrapa báta
og málningu hann slettir hér og þar
því bátar þurfa viðhald eins og allir vita vel
því annars sökkva þeir við næsta sker.

Og þess vegna járnsmíði Jói lærði
því honum þykir vænt um skipin öll
hann vill hugsa um þau vel
svo þau fari ekki´ í mél
því samvizku til þeirra Jói ber.

Jói, Jói járnsmiður
fyrstur út að vinna
Jói, Jói járnsmiður
maður verka sinna.

En nú er Jói járnsmiður orðinn gamall
og kominn er á elliheimili
hann situr þar og smíðar kubba
daginn út og inn
og borðar ekki lengur bitann sinn.

En járnsmíði í slippnum Jói lærði
hann kann ´ana´ enn þó gamall orðinn sé
ennþá allra besta skinn
ennþá járnsmiðurinn minn
hann Jói, Jói járnsmiður::