Í ljúfum dansi

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Þú veist mig langar til að lifa með þér
langar til að ljá þér yl
mín ást til þín er engu öðru lík
og við eigum sömu sjónarmið.

Það var ást við fyrstu sýn
er ég leit í augu þín
fiðring ég fann hjarta mitt brann
af ást til þín.

Ég líð í ljúfum dansi með þér
saman til sólarlags
líðum í ljúfum dansi við tvö.
Ég líð í ljúfum dansi með þér
saman hvert andartak
líðum í ljúfum dansi við tvö.

Ég vil þú vitir hve ég met þig mikils
og þrái alltaf meir og meir
þinn hugur hlýr er sem dagur nýr
og við eigum sömu sjónarmið.

Það var ást við fyrstu sín
er þú leist í augu mín
fiðring ég fann hjarta mitt brann
af ást til þín.

Ég líð í ljúfum dansi með þér
í átt til sólarlags
líðum í ljúfum dansi við tvö…

Því ástin er svo heit
í faðmi þínum
já, líkt og sumarsólin heit þú vermir allt mitt líf.

Ég líð í ljúfum dansi…