Heill þér söngsins gyðjan góða,
gef mér nýja trú.
Alheimsmálið allra þjóða
alein túlkar þú.
Upp á við til æðri heima,
inn í ljóss og töfrageima
byggir tónabrú.
Drottning lista, gyðjan góða,
gef mér von og trú.
Trú á eining allra þjóða,
að er stefnir þú.
Sameina í sorg og gleði
sálir manna í hverju geði
bygg til hæða brú