Hér sit ég einn
og niðdimm nóttin
hvolfist yfir mig
í öðrum heimi held ég til
og einsemd vitjar mín.
Í gömlu hótelherbergi
við ókunnuga strönd
og gulur máninn
hátt á himni skín
hann við mér hrín.
Hvert sem liggur leið
mín um langan veg
þá leitar hún til þín
alltaf heim til þín
Hvert sem liggur leið
mín um langan veg
þá endar hún hjá þér
alltaf hér hjá þér.
Ég ráfa´ í gulum sandinum
og golan strýkur kinn
því fer ég alltaf einn án þín
um þveran möndulinn?
Í öðrum heimi held ég til
og horfi útum skjá
í gömlu hótelherbergi
við ókunnuga strönd.