Heim

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Heim svíf ég á vængjum tveim
þýtt gegnum himingeim
er ég á leið til þín.
Heim – heim til að heilsa þér
þú bíður eftir mér rökkrinu rjóða í.

Heim svíf ég um himingeim
til þess að hitta þig
hjá þér að finna frið.
Heim svíf ég á vængjum tveim
bíð þess þú fagnir mér
og takir mér örmum tveim.

Þú – þú ert sú sem ég ann
sú sem ég forðum fann
fjarlægu landi í.
Fyrir þig geri ég hvað sem er
þú hefur gefið mér eilífa hamingju.

Heim held ég um himingeim
til þess að hitta þig
hjá þér að finna frið.
Heim svíf ég á vængjum tveim
bíð þess þú fagnir mér
og takir mér örmum tveim.

Heim hvít gegnum ský ég flýg
fagnandi heimur nýr
býður þar eftir mér.
Heim til þín held ég um himingeim
á meðan þú bíður ein
rökkrinu rjóða í.

Heim þýtt gegnum himingeim
til þess að hitta þig
hjá þér að finna frið.
Heim svíf ég á vængjum tveim
bíð þess þú fagnir mér og takir mér örmum tveim.