Föðurlandsvinurinn

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Bjartmar Guðlaugsson

Æ, æ, ó, förum út á sjó
við skulum fylla alla bátana
af spærling, loðnu og kolmunna.

Ég fer í lopapeysu og þykka ullarbrók
og kyssi mömmu gömlu bless.
Í stórum stígvélum og brölti niðrí bát,
í slaginn alltaf klár og hress.
Því að sjór er mér allt
þó stundum sé þar kalt.
En ég pæli ekki í því,
ég er föðurlandi í.

Æ, æ, ó, förum út á sjó…

Svo þegar öskrar rok og aldan verður há
við dröslum dallinum í var.
Ég tek fram prjóna, sem ég erfði ömmu frá
og þræði uppá lykkjurnar.
Þá er sjórokið svalt
og karlinum kalt.
En ég bæti úr því,
klæð´ann föðurlandið í.

Æ, æ, ó, förum út á sjó…