Einn á ferð

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Einn á ferð í óbyggðum ég kanna forna slóð
forðum okkar heimkynni er varstu við mig góð.
Engum enn ég unna má svo heitt sem áður þér
man ég er þú fórst mér frá ég beiskum tárum grét.

Ég leitaði um höf og lönd að lífshamingjunni
undi títt við svall og söng með litlum árangri.
En ætíð upp í huga mér skaut minningunni um þig
og hún ekki í friði lætur mig.

Því ég er einn á ferð, ævinlega einn á ferð
reika´ um höf og lönd, ókunnuga strönd ég kanna þá.
Já, alltaf einn ég er, ævinlega einan mig þú sérð
tilfinningamál mæðir mína sál, þar brennur bál.

Daga langa vindar þýðir hvísla leyndarmál
þegar fer að húma´ á kvöldin kviknar hjá mér ástarbál.
Ó, hve vildi ég að dveldir þú hjá mér í nótt
þá mér yrði kannski/loksins aftur rótt, mér yrði rótt.

Því ég er…

Yfir mér stríðir stjörnu her,
þó er ég vart með sjálfum mér.
Og máninn hátt á himni
glottir bara´ og sér
að ég er, oh.

Alltaf einn á ferð…