Ég veðja á þig
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Þorsteinn Eggertsson
Enn hefur vorið sigrað skammdegið
fölnað er rökkrið sem var rakt og kalt
nýtt líf sig breiðir yfir landslagið
sumarið er komið út um allt
Þá breytist allt jafnvel ég og þú
mér finnst ég þekkja þig í nýrri gerð
helst vil ég ganga sama veg og þú
hvert sem þú ferð bæði hér og nú
Ég veðja á þig
öllum þeim tíma sem afgangs ég á
ég veðja á þig
og þó ég tapi þá finnst mér
ég verði í þig að ná
Litskrúðugt mannlíf fyllir miðbæinn
og magnar í mér löngun eftir þér
oft finnst mér sem ég sjái svipinn þinn
en það er þó ímyndun í mér
Ég veðja á þig…
Loks þú kemur
hugsa ég margt
nóttin er ung og ennþá er bjart
ég skal fylla tíma þinn og ég býð þér minn
Á kaffihús við skulum setjast inn
skreppa í bíó eða´ á næsta bar
og ef við verðum nógu ástfanginn
hverfum á vit næturinnar
Ég veðja á þig
öllum þeim tíma sem afgangs ég á
ég veðja á þig
og þó ég tapi þá finnst mér
ég verði í þig að spá
vertu mér hjá
allan þann tíma sem afgangs ég á
ég veðja á þig…