Ég gef þér allt mitt líf,
allt sem ég veit og skil.
Ég gef þér allt, sem best og fegurst fundið get.
Hjá mér þú hæli átt
hvar sem ég verð og er.
Hjá þér vil una öllum stundum mínum.
Ég er oftast ein, og þá
ég hugsa títt um þig.
En veit þó ei hvað þú
munt ætla þér með mig.
Því þú ert svo óákveðinn oft
og ég þori ei að spyrja þig.
Þú gætir reiðst mér þá.
Ég gef þér…
Viltu vina mín í dag
mér svara, því ég spyr
og verð að fá það svar,
sem segir hvar ég stend.
Því ég get ei
í blindni treyst á þig,
því þú hefur oft brugðist mér
og þetta særir mig.
En ást mín er öll ætluð þér
ef aðeins þú ert mér tryggur.
Enginn nær mér frá þér
en þá verður þú að gefa vissu um það
að ég eigiþig alein, því að ég er þér trú,
ég er þín alla tíð.