Ég er að bíða
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Ég sit og stari út á sjóinn
þar sem að skip og bátar sigla
á fjarlæg mið
Á meðan vaknar hjá mér þráin
til þess að sjá þig öðru sinni
ástin mín ein
Ég er að bíða eftir þér
alltaf að bíða eftir þér
ég bið þú komir til mín skjótt
yfir hafið og heim
Ég er að bíða eftir þér
alltaf að bíða eftir þér
ég bið þú komir til mín fljótt
Og áfram ár og dagar líða
en ennþá elska ég þig einan og verð þér trú
Og þó ég megi bara bíða
þá verður biðin sú þess virði
er heim kemur þú
Ég er að bíða eftir þér…
Ferðbúið fley á framandi ströndu
færir þig heim heilu og höldnu
ég viðbúin verð að taka á móti þér
Fagnandi heil á heiðskírum degi
höldum við heim á framtíðarvegi
þá lífið ég sé brosa við okkur tveim
Og þegar sólin sest í sjóinn
þá verður biðin brátt á enda
þú kemur til mín
Er framhjá mávar flögra´ um bláinn
ég bið þá bera mína kveðju
kæri til þín
Ég er að bíða eftir þér…