Ég bið þig Guð að gæta mín

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Ingibjörg R. Magnúsdóttir

Ég bið þig Guð að gæta mín
og gefa mér þitt brauð,
svo elska megi ég orðin þín
og aldrei líða nauð.

Ég bið þig Guð að gæta mín
og gefa mér þinn frið,
svo öðlast megi ég ást til þín
og öðrum veita lið.

Ég bið þig Guð að gæta mín
og gefa mér þitt ljós,
svo lýsa megi ég leið til þín
lífsins smæstu rós.

Ég veit þú Guð mín gætir hér
í gleði sorg og þraut,
og glaður mun ég gefast þér
þá gengin er mín braut.