Eftirfylgd

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: John E. Bode/Þýð. Fr. Friðriksson

Þér, Jesús, hef ég heitið
að helga líf mitt þér,
þú herra og hjartans vinur,
æ, hjá mér sífellt ver.
Ég ekkert stríð mun óttast,
og ei ég villast má,
ef vegljós mitt þú verður
og vilt mér standa hjá.

Veit náð með nálægð þinni;
svo náin veröld er;
mig gyllisýnir ginna
og gæluradda her.
Mér fjendur ótal ögra
hið innra´ og kringum mig.
Ó, vörn mín, Jesús, vertu,
ég vona á einan þig.

Þig, herra, lát mig heyra,
lát hljóm boðskap þinn
hátt yfir innri storma
og eigin vilja minn.
Ó, virztu við mig tala
og vek og hvettu mig,
ó, gef ég hlýðinn hlusti,
minn hirðir trúr, á þig.

Þú, Jesús, hefur heitið,
að hver, sem fylgir þér,
í dýrð með þér sá dvelji,
ó, Drottinn, hjálpa mér.
Þér, Jesús, hef ég heitið
að helga þér mitt líf,
en án þín ekkert get ég,
mín einka von og hlíf.

Í fótspor þín að feta
mig fýsir, Jesús minn,
en fylgt þér aðeins fæ ég,
ef finn ég kraftinn þinn.
Ó, leið mig, drag mig, lýs mér
og leys mig nauðum úr.
Ó, gef mér himna gleði,
minn Guð og vinur trúr.