Blunda barnið góða

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Bjarni Jónsson

Blunda, barnið góða.
Ég bæri vöggu hljóða.
Svo þig dreymi dátt og blítt,
dilla ég þér hægt og þýtt.
Blunda, barnið góða.

Grein á víntré vænu,
þú vex í skrúði grænu.
Út í heiminn brátt þig ber,
burt frá móðurhönd þú fer.
Grein á víntré vænu.

Gleym ei æsku-inni
og eigi móður þinni.
Mundu öll þín ævispor,
elsku barn, þitt faðir vor.
Gleym ei æsku-inni.