Ástin hjálpar þér

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Rúnar Júlíusson

Ég sem eitt lítið hugjúft dægurlag
fæ alla til að syngja með
og ég nefni það þitt sólarlag
hver veit nema það falli vel í geð
Sálmar úr bókinni um veginn
heilla þegar ég er niðurdreginn
þá syng ég

Ástin hjálpar þér
ástin hjálpaði mér
þegar allt annað bregst
allt annað dregst
þá veistu´ að ástin hjálpar þér
ástin hjálpar þér

Það eru leiðir til að segja eitt og annað
og stundum erfitt það er
að reika um hugann er marg kannað
rétta leiðin býr innra með þér
Finna´ og segja eitthvað ferskt og nýtt
fanga unað og vorið sem er svo hlýtt
þá segi ég:

Ástin hjálpar þér
ástin hjálpaði mér
þegar allt er dökkt og dimmt
svo kalt og grimmt
þá veistu að ástin hjálpaði mér
ástin hjálpar þér