Amma sín

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Þórarinn Eldjárn

Margt er hér í veröld valt
og villuljósin skína.
En Hanna kallaði ekki allt
– ömmu sína.

Einu sinni er hún fór
út að sigla pramma,
sagði hún þar við karlakór:
– Kondu að syngja, amma.

Ef hún gula svuntu sá,
sem var illa pressuð,
undir eins hún æpti þá:
– Amma, kondu blessuð!

Eldhúsvask hún vondan fann
sem var alltaf að stíflast,
hvæsti alveg óð á hann:
– Amma, hættu að fíflast.

En loksins sá hún sómapilt
sitja úti í garði,
þá sagði Hanna hæg og stillt:
– Halló, Gunnar Barði.

Þetta sannar klárt og kalt
kenninguna mína:
Að Hanna kallaði ekki allt
ömmu sína.